ÓKEYPIS GESTABÓK

Pantaðu þitt eintak og bættu þjónustu þína og upplýsingagjöf.

Ert þú með heimagistingu? Þá býðst þér ókeypis gestabók frá Pick Iceland sem inniheldur einnig bækling með gagnlegum upplýsingum fyrir þína gesti um Ísland og helstu afþreyingu sem stendur til boða.

Fylltu inn eftirfarandi upplýsingar og við sendum þér þitt eintak um hæl!

 

Um gestabókina/bæklinginn

Það hefur sýnt sig að þeir gestir sem skrifa um upplifun sína í gestabók eru talsvert líklegri til að gefa jákvæða umsögn eftir dvöl sína þar sem þeir eru þegar búnir að leiða hugann að upplifun sinni.  Mörgum finnst einnig gaman að lesa um jákvæða upplifun annarra af gististaðnum og finna gagnlegar ábendingar.  Fólk er almennt líklegra til að deila jákvæðri upplifun í gestabók en neikvæðri og það sleppir því oftast frekar að skrifa í bókina hafi það fengið neikvæða upplifun, nema upplifunin hafi verið talsvert slæm og hefur þá yfirleitt meira en eitt atvik farið úrskeiðis.

Bæklingurinn sem er að finna á bakhlið gestabókarinnar er gagnlegt tól fyrir ferðamenn sem vilja kynna sér landið og menningu og helstu afþreyingu sem þeim stendur til boða.  Ef gestirnir þínir bóka ferð sem þeir fundu í þínum bækling eru þeir líklegri til að skrifa um jákvæða upplifun í umsögnum á Airbnb eða öðrum bókunarsíðum.

 

Af hverju er þetta ókeypis?

Pick Iceland er endursöluaðili fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og við beitum okkur fyrir því að ferðamenn sem heimsæki landið okkar fái sem besta upplifun af heimsókn sinni og fái góðar upplýsingar til að hjálpa þeim að finna ferðir sem henta þeirra þörfum. Gróska ferðajónustunnar hérlendis hefur verið mikil og margir spennandi kostir bæst við flóruna sem þurfa á aðstoð að halda til að fanga athygi ferðalanga.  Það er því metnaður og lifibrauð Pick Iceland að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa spennandi ferðaþjónustufyrirtækjum að dafna og á sama tíma tryggja ánægju ferðamanna sem völdu Ísland sem áfangastað.

Eruð þið með aðra fría þjónustu sem ég gæti nýtt mér?

Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um þjónustu okkar sem er ætlað að kynna komandi gestum það sem þér finnst mikilvægt að upplýsa þá um, með það að leiðarljósi að bæta upplýsingagjöf og skerpa á þínum húsreglum.  Já þú last rétt, þessi þjónusta er þér algjörlega að kostnaðarlausu!

PANTAÐU GESTABÓKINA

Er eignin leigð til ferðamanna í dag?

Viltu fá kynningu um ókeypis símtalsþjónustu til að bæta upplifun gesta og tryggja bætta upplýsingagjöf til þeirra?

15 + 13 =

Ókeypis upplýsingaþjónusta

Við hringjum í gestina þína og komum öllu á framfæri sem þér finnst skipta máli!

Þannig drögum við úr spurningum sem gestir kunna að senda á þig og tryggjum að þeir fái þær upplýsingar sem skipta mestu máli við komu.

Hér er gott að nýta tækifærið og koma á framfæri hvar eignin er staðsett og hvernig sé best að finna hana, hvort lyklabox sé á svæðinu og hvar það sé að finna, hvar megi leggja og hvernig þú viljir láta skilja við íbúðina, hvernig húsbúnaður virkar eða upplýsingar um þvottahús.  Eða eitthvað annað sem þér finnst að megi koma til skila sem er þér og gestum þínum til bóta.

 

Mig langar að prufa þjónustuna, hvað þarf ég að gera?

Þú fyllir út upplýsingarnar hér á síðunni og sendir okkur.

Til þess að veita sem skilvirkustu og bestu samskiptaþjónustu til þinna gesta, þurfum við skoðunaraðgang að þínum aðgangi hjá erlendum sölusíðum eða bókunarkerfi þar sem hægt er nálgast símanúmer og bókunarupplýsingar gesta.  Því þarft þú að veita aðgang á tölvupóstfangið gististadir@pickiceland.com.

Til að tryggja traust um meðferð persónuupplýsinga sendum við þér samningsbeiðni til undirritunar á tölvupósti þar sem við heitum því að öll meðferð persónuupplýsinga sé samkvæmt lögum og sé ekki undir nokkrum kringumstæðum deilt með þriðja aðila.

Það er engin binding í þjónustunni og hægt að segja henni upp hvenær sem er með því að senda okkur tölvupóst á pickiceland@pickiceland.com.

Um upplýsingaþjónustuna

Við sjáum um öll samskipti við þína gesti og sjáum til þess að öll skilaboð berist á skýran hátt og öllum spurningum sé svarað um hæl svo þjónustustigið haldist sem hæst og umsagnir séu sem bestar. 

Til að hækka þjónustustigið enn meira fyrir þína gistieign og tryggja að gestirnir fái sem mest úr heimsókn sinni til Íslands, þá höfum við samband símleiðis við gesti sem hafa bókað gistingu í eign þinni þar sem við m.a. þökkum þeim fyrir bókunina fyrir þína hönd og komum mikilvægum upplýsingum á framfæri sem hækkar þjónustustigið og dregur úr þinni vinnu við samskipti.

Í þjónustusímtalinu bendum við gestum á að þeir geta bókað afþreyingu, bílaleigubíl, rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli ásamt ferðaráðgjöf hjá Pick Iceland.

Af hverju er upplýsingaþjónustan frí?

Við framkvæmum þetta þjónustusímtal í nafni gististaðarins og erum að nýta það til að benda gestum á að gististaðurinn er í samstarfi við Pick Iceland varðandi bókanir á afþreyingu og leigu á bílaleigubílum.

Ef gestir þiggja að fá frekari upplýsingar um þjónustu Pick Iceland, þá munu þær berast með tölvupósti til þeirra.

Tekjur Pick Iceland koma út frá sölu á afþreyingu og bílaleigu og því leggjum við okkur fram við að veita sem besta þjónustu til þinna gesta.

Hvernig deili ég upplýsingum um mína gesti með Pick Iceland?

Airbnb býður upp á að skrá co-host undir Menu – Listing – Co-Host (neðst til vinstri).

Booking.com: Account (uppi í hægra horni) – Create and manage users.

 

SKRÁNING Í UPPLÝSINGAÞJÓNUSTU

Er eignin leigð til ferðamanna í dag?

Er eignin skráð á erlendar bókunarsíður?

4 + 13 =

Um Pick Iceland

Það er markmið Pick Iceland að styðja við íslenska ferðaþjónustu og bæta upplifun gesta jafnt og aðila í ferðageiranum.

 

 

By putting pride in our work and with exceptional knowledge as well as great experience in the travel industry Pick Iceland is the ideal travel planner. We at Pick Iceland handpick our partners to ensure reliable and quality services for our customers as well as offer a wide selection of activities and tours. Pick Iceland now has around 100 accommodations to choose from all over Iceland as well as lots of activities to make your travel experience even richer.

Founded in 2020, Pick Iceland’s vision is to make our customer’s travel planning as easy as possible by addressing our customer’s needs and wants. At Pick Iceland, our customers can orchestrate their whole trip in just minutes.

The Pick Iceland team is lined up with individuals with various backgrounds and experience which helps with keeping our brand fresh and current and obviously makes Pick Iceland a fun workplace. Our team works daily with providing the best travel solutions and simultaneously ensuring quality offerings. With our great personal aimed service, we want to be there for our customers and help in any way we can.

By being a marketplace for transport, accommodation, and activities we want our customer’s stay to be as prime as it possibly can be and make sure they have various options to choose from and customize the Iceland experience just the way they want it to be.

All bookings of accommodation take place directly at the property booking site. Also, all payments from guests for their bookings go directly and through the host payment gate.

SENDU OKKUR TÖLVUPÓST

7 + 5 =

More information

Pick Iceland

PickIceland.com is part of and owned by the Icelandic company Ferðaeyjan ehf, id. 420620-2680, VAT no: 137904

Email: pickiceland@pickiceland.com

List your property

More information

Social Media

Facebook
Instagram
Linkedin