Skilmálar 

Skilmálar þessir eiga við um gistiaðila sem vilja skrá gistieign sína í leitarvél Feraðeyjunnar sem er birt á vefsíðunum www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com sem eru skilgreindar sem markaðs-og auglýsingavefir fyrir gistiaðila.

Skilgreining lykilhugtaka sem koma fyrir í þessum skilmálum.

Gistieign:
Um er ræða gistieignir sem teljast vera sumarhús, íbúð, raðhúsa, parhúsa, orlofshús, einbýlishús, hótel, gistiheimili, hostel, herbergi, tjald, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða aðrar eignir/rými sem kunna verið nýttar í skammtímaleigu til ferðamanna.

Gistiaðili:
Eigandi gisteignar hvort sem það er einstaklingur eða fyrirtæki.

Ferðaeyjan ehf:
Ferðaeyjan ehf., kt. 420620-2680, Lyngás 1a, 210 Garðabæ, er eigandi og rekstraraðili www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com.

www.pickilceland.com og www.ferdaeyjan.is:
Vefsíður sem eru í eigu Ferðaeyjan ehf.

1. Lýsing á þjónustu
Ferðaeyjani býður gistiaðila að skrá gistieign sína í leitarvél Ferðaeyjunnar. Ekki er um ræða þjónustu þar sem Ferðaeyjan hefur fulla umsjón með útleigu á gistieign né tekur við greiðslum á bókunum. Við skráningu gistieignar í leitarvél Ferðaeyjunnar þá birtist eignin á niðurstöðu leitar á vef Pick Iceland (www.pickiceland.com) og (www.ferdaeyjan.is).

2. Skráning
2.1. Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til að kynna gistieignina á www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com.
2.2. Við skráningu gistieignar í leitarvélar Ferðaeyjunnar verður hún aðgengileg fyrir notendum hennar og kynnt þar til útleigu. Leitarvél Ferðaeyjunnar er aðeins ætluð fyrir gistieignir í skammtímalegu fyrir ferðamenn.
2.3. Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni að afrita allar þær upplýsingar (texti og myndir) um gistieignina og birta þær á á vef sínum.
2.4. Leitarvél Ferðaeyjunnar er beintengt við bókunarkerfi gistieignarrinnar og hefur gistiaðili fulla stjórn framboði og verði gistinótta
2.5. Gistiaðili samþykkir að virða reglur og skilmála Ferðaeyjunnar ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni og er það hlutverki gistiaðila að fylgjast með tilkynningum um breytingar á skilmálum þessum sem birtast á vef Ferðaeyjunnar eða með tölvupósti.
2.6. Ferðaeyjan áskilur sér rétt að loka fyrir aðgang gistiaðila taka eign úr birtingu í leitarvél Ferðaeyjunnar ef gistiaðili gerist brotlegur á ákvæðum þessa skilmála.

3. Ábyrgð
3.1. Gistiaðili er að öllu leyti ábyrgur fyrir því efni og upplýsingum um gistieign sína sem hann afhentir til Ferðaeyjunnar eða sem Ferðaeyjan afritar beint af vef gistieignar, við skráningu hennar í leitarvél Ferðaeyjunnar.
3.2. Þar sem allar greiðslur frá gestum á bókunum gistieignarrinnar renna beint inn til gistiaðila, ber Ferðaeyjan ekki ábyrgð á tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun þriðja aðila á korti viðskiptavina
3.3. Feraðeyjan ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem viðskiptavinir gistiaðila kunna valda á gistieigninni að utan eða innan, eða á munum þess.
3.4. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir og rekja má til skyndlegra tæknivillna í leitarvél Ferðaeyjunnar.
3.5. Það er á ábyrgð gistiaðila að hafa öll tilskilin leyfi í gildi fyrir starfssemi sína.

4. Útleiga
4.1. Ákvæði þessara skilmála kveður ekki á um umsjón Ferðaeyjunnar á útleigu gistieignar heldur einungis til aðgang og afnot gistiaðila á leitarvél Ferðaeyjunnar.
4.2. Gistiaðili sér alfarið um að sinna samskiptum við gesti sína ásamt því að svara fyrirspurnum um gistieign sína sem berast beint til hans eða eftir atvikum til Ferðaeyjunnar. Gistiaðili skal leggja sig allan fram að svara fyrirspurnum eins fljótt og mögulegt er. Allar þær fyrirspurnir um gistieign sem berast til Ferðaeyjunnar eru áframsendar til gistiaðila til vinnslu. Í framhaldi fær fyrirspurnaraðili tölvupósti um þess efnis að fyrirspurnin hans hefur verið móttekin og áframsend til eigenda gistieignarinnar til vinnslu.

5. Þóknun
5.1. Grunnþóknun Ferðaeyjunnar 10% þóknun auk vsk af heildarsöluverði hverrar bókunar sem eiga sér stað í gegnum Ferðaeyjuna.
5.2. Ferðaeyjan gefur út reikning fyrir sinni þóknun skv. 5.1. lið 5.gr., á gistiaðila, með gjalddaga 1. hvers mánaðar og eindaga 10 hvers mánaðar. Ferðaeyjan innheimtir þóknun sina af sölu undanliðins mánaðar, skal sala miðast við innritunardag gesta í nýliðnum mánuði.
5.3. Verð fyrir aðra þjónustu heldur en skilgreint er í þessum skilmálum, fer eftir verðskrá Ferðaeyjunnar.

6. Force Majeure
6.1. Í tengslum við þessa skilmála skal hugtakið „Force Majeure“eiga við um eftirfarandi atburði eða aðstæður: stríðsástand, heimsfararaldur, náttúruhamfarir s.s jarðskjálfta, eldgos, gasmengun, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem aðilar samnings hafa hvorki valdið eða hafa áhrif á, verkföll starfsmanna samingsaðila og verktaka á vegum þeirra og verkföll annarra aðila ótengdum samningsaðila sem áhrif hafa á efni þessa samnings, farsóttir/veiru eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir samkvæmt leigusamningi, aðgerða eða laga, reglna eða fyrirmæla opinberra aðila, s.s. stjórnvalda eða lögreglu.
6.2. Ef annar hvor aðili þessa samnings telur að þær aðstæður eða atburð hafa orðið sem falla undir Force Majeure samkvæmt ákvæðum þessa samnings og þær muni hafa veruleg áhrif á getu aðilans til að efna samninginn, skal aðilinn tilkynna hinum aðilanum skriflega framangreint þar sem tilgreina skal nákvæmlega aðstæður og atburði sem að mati hans leiða til þess að jafna eigi atburði eða aðstæðum við Force Majeure samkvæmt ákvæði þessu.
6.3. Hvorugur aðili telst hafa vanefnt þessa skilamála aðstæður eða atburð sem jafna má til Force Majeure, tilkomnar eftir gildistöku þessa samnings og hafi ekki verið fyrirsjáanlegar þegar samningur milli aðila var gerður.
6.4. Nú hindrar atburður eða aðstæður sem jafna má við Force Majeure samkvæmt ofansögðu því að aðilar geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt þessum skilmálaum skulu skuldbindingar aðila samkvæmt þessum skilmálum, frestast meðan atburður eða aðstæður vara. Ljúki ástandi eða aðstæðum, skulu samningsskyldur aðila þá aftur taka gildi að teknu tilliti til breytinga sem leiða af Force Majeure.
6.5. Hvorugur aðila, skal vera ábyrgur hvor gagnvart öðrum vegna þessa, hvorki vegna beins og/eða óbeins tjóns, sem aðili kann að verða fyrir vegna Force Majeure.

7. Uppsögn
Gistiaðila er frjálst að afskrá gistieign úr leitarvél Ferðaeyjunnar og skal hann tilkynna afskráningu með tölvupósti eða öðrum sannarlegum hætti til Ferðaeyjunnar. Þrátt fyrir þessa afskráningu á Feraðeyjunnar rétt á þóknunum af bókunum sem átti sér stað fyrir dagsetningu uppsagnar sem Ferðaeyjan innheimtir eins og 5. gr. kveður á um.

8. Notkun logo, mynda og nafni
Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til að nota myndir, texta og myndbönd um gistieignina í sölu-og markaðsherferðum sínum. Meðal annars heimilar gistiaðili Ferðaeyjunni að birta umrætt efni á vef sínum, kynningarbæklingum, markpóstum, vefmiðlum, útvarpsmiðlum og sjónvarpsmiðlum.

8. Breytingar á skilmálum
Feraðeyjan áskilur sér rétt á að breyta þessum skilmálum og skulu allar breytingar vera tilkynntar með sannanlegum hætti til gistiaðila og taka í gildi fyrsta dag næsta mánaðar.

9. Önnur ákvæði
Aðilar eru sammála um að komi til ágreinings á milli þeirra, skuli þeir af fremsta megni leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli. Ef það tekst ekki, skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.

 

Samþykkt af stjórn Ferðaeyjunnar þann 14. mars 2022.