Algengar spurningar frá gistiaðilum

ingruniHver er eigandi og rekstaraðili www.pickiceland.com?
Ferðaeyjan ehf, kt. 420620-2680, er eigandi og rekstraraðili www.pickiceland.com.

 

Hvaða gististaðir geta tengst leitarvél Pick Iceland?
Eins og er, geta einungis þeir gististaðir sem notast við hótelstjórnunarkerfi frá Godo, tengst leitarvél Pick Iceland. Frekari upplýsingar um hótelstjórnunarkerfið má finna á www.godo.is.

 

Hvar birtist leitarvélin?
Gistieignin þín mun ekki einungis birtast á www.pickiceland.com, heldur einnig á www.ferdaeyjan.is.

Hver er munurinn á www.pickiceland.com og www.ferdaeyjan.is?

Pick Iceland:
Vefur Pick Iceland er eingöngu kynntur og markaðssetur fyrir erlendum ferðamönnum sem eru í leit af gistingu á Íslandi.

Ferðaeyjan:
Vefur Ferðaeyjunnar er eingöngu kynntur og markaðssetur hér innanlands. Gestir sem heimsækja vef Ferðaeyjunnar, geta bókað gistingu beint á bókunarsvæði gistieignarrinnar sem og verslað gjafabréf hjá hinum ýmsum gististöðum.

Ferðaeyjan notast við vefsölukerfi frá Salescloud sem annast sölu á gjafabréfum gististaða. Þegar gestir versla gjafabréf í gistingu á vef Ferðaeyjunnar, fá þeir gjafabréfið sent sjálfvirkt með tölvupóst til sín. Við notkun á gjafabréfinu, þá mætir gesturinn með gjafabréfið og gististaðurinn sendir kóðann sem fram kemur á gjafabréfinu, til Ferðaeyjunnar og í framhaldi fer fram uppgjör.

 

Tekur Pick Iceland við greiðslum og bókunum?
Nei, allar greiðslur og bókanir eiga sér stað í bókunarkerfi gististaðarins. Þegar gististaðir skuldfæra greiðslur vegan bókanna af kreditkortum gesta, renna þær greiðslur beint inn á bankareikning gististaðarins.

 

Hvaða aðra þjónustu bjóðið þið upp á?
Ferðaeyjan ehf á og rekur einnig sölu-og markaðsstofuna Jakarta.is sem aðstoðar gistieigendur að auka sýnileika á sínum gististað á netinu. Um er að ræða þjónustu snýr að eftirfarandi:

  • Vefsíðugerð
  • Gerð markaðs-og auglýsingaefnis
  • Uppsetning á auglýsingaherferðum á samfélagsmiðlum og Google.
  • Myndataka af gistieign
  • Gerð myndbands af gistieign fyrir m.a. vefsíðuna eða samfélagsmiðlana.
  • Önnur tengd þjónusta.

Hver er þóknun Pick Iceland?
Grunnþóknun er 12% auk vsk af heildarsöluverði hverrar bókunnar sem koma í gegnum vef Pick Iceland eða Ferðaeyjunnar. Þóknun þessi getur komið til hækkunar ef gististaðir kjósa að nýta sér tímabundið auglýsingapakka Pick Iceland og Ferðaeyjunnar.

Í ákveðnum tilvikum getur grunnþóknunin komið til lækkunar eða fellur niður ef gististaðir nýta sér þjónustu Jakarta.is

Hvernig fer uppgjör fram þóknun Pick Iceland?
Ferðaeyjan ehf., gefur út reikning fyrir sinni þóknun á gistiaðila, með gjalddaga 1. hvers mánaðar og eindaga 10 hvers mánaðar. Ferðaeyjan ehf., innheimtir þóknun sina af sölu undanliðins mánaðar, skal sala miðast við innritunardag gesta í nýliðnum mánuði.

More information

Pick Iceland

PickIceland.com is part of and owned by the Icelandic company Ferðaeyjan ehf, id. 420620-2680, VAT no: 137904

List your property

Registration form
Frequently asked questions
Terms and conditions

Social Media

Facebook
Instagram
Linkedin